
Rakst á manninn með ljáinn fyrir örfáum dögum síðan. Já ég var á gangi á Laugarveginum með Guggunni, á Laugarveginum iðaði mannlífið í kuldanum. Fyrir utan Mál og menningu rákumst við á manninn með ljáinn og brá mér aðins við að sjá hann...en hann var að dreifa einhverjum bréfsneplum, maður smyr sig hvað hafi verið á þeim, en ég tók allavega ekki við einum slíkum. Og þegar ég benti Guggunni á manninn með ljáinn, sagðist hún ekki hafa tekið eftir honum...og velti ég því fyrir mér í smá stund hvort að ég væri nokkuð ein um að sjá hann! En nei svo loks kom hún auga á hann.. fjúff!
Þegar fingur okkar og nef var við það að frjósa, kallar hjálpræðisherinn á okkur og býður okkur upp á heitt súkkulaði svona rétt til að hlýja okkur aðeins, okkur þótti það mjög indælt.
Tinna Kristín rakst á gamla dagbók sem hún skrifaði í árið 2003 eða 2004, og aðra ennþá eldri síðan í grunnskóla, las hún örfáar línur úr henni fyrir mig sem var alveg drepfyndið! Hver kannast ekki við topp 5 listann sem maður gerði í grunnskóla! Hvað þá er við stunduðum sannleikann og kontor í gríð og erg!
Þetta fékk mig til þess að opna dagbókina sem ég hélt árið 2002 þegar ég var í enskuskóla í Broadstairs. Kent School of eEnglish. En Broadstairs er á suð-austurströnd Englands og þegar veðrið leikur við mann sér maður yfir til Frakklands. Ekki nóg með það heldur bjó hinn víðfrægi Charles Dickens í Broadstairs, og fékk ég að upplifa Dickens vikuna úti, sem er haldin árlega. En þar klæða bæjarbúar sig upp í föt sem voru í tísku á þeim tíma er Dickens var uppi. Það var frábær upplifun að fá að dvelja í Englandi í þrjár vikur.
Þessi önn hjá mér hefur einkennst af mikilli skemmtun og dansi, og hef ég ófáar sögurnar í pokahorninu, en eins og hún Tinna Kristín orðaði það ; ,,Lilja, stundum er bara eins og þú sért klippt út úr gamanseríu".
Ég er búin að kynnast slatta af "nýrri" tónlist líka, svo sem: Patti Smith (Gloria og Redondo Beach), lagið Standing Next to me með The last shadow puppets, lagið Straight to hell með The Clash..og alveg hellingur af tónlist í svipuðum dúr.
Einnig uppgötvaði ég loksins þættina Flight of the Conchords, en Björg hafði einhvertíman sýnt mér lagið Jenny með þeim, og er ég búin að vera að leita að þessum snillingum síðan, svo var loksins sýnt mér þetta og sagt frá þessum þáttum! Ég ætla að láta fylgja með lagið Business time!
Þangað til næst...

1 ummæli:
Lilja mín...ég vil benda þér á að þessar dagbækur voru frá held ég ´97 eða ´98..haha, þá var maður allur í Topp5 listanum góða;)
En gott blogg hjá þér skvísa:*
Kv.Tinna lúði
Skrifa ummæli