10. ágúst 2008

Pása?

Það er OF langt síðan ég bloggaði síðast!
Sumarið... já það er að klárast.. og hef ég unnið í ÁTVR í sumar, búin að vera dugleg að skemmta mér um helgar=) Fór í viku til Krítar með familíunni.. það var æði pæði!
Fór í eina útilegu.. já bara EINA.. fór um verslunarmannahelgina til Flúða með Hafdísi og Himma... það var ógeðslega gaman!!!

Hafdís hélt upp á afmælið sitt í sumarbústað þann 12. júlí, þar sem að hún átti afmæli 6.maí :p

Fríða vinkona eignaðist lítinn prins þann 16. júlí sem var skírður í dag Birgir Ágúst =)
Ég skráði mig í sumarskóla og er ekkert búin að læra í því.. komst að því að ég nenni ekki að læra á sumrin... og kem ekki til með að skrá mig aftur í sumarskóla!

Ég á afmæli eftir 6 daga...víí.. og er ég ekki búin að plana neitt fyrir afmælisdaginn.. hver veit nema maður fari bara í útilegu númer 2, það væri ekki vera=) Svo á Sigga afmæli bara viku á eftir mér... og ætlum við að fara í bústað og halda upp á afmælið hennar þar :)

Svo byrjar skólinn enn og aftur... er ekki að nenna að standa í þessum skóla... mig langar mest bara að fara að ferðast og leika mér soldið!

Engin ummæli: