31. desember 2007

Gamlársdagur runninn upp!



Takk fyir árið sem er að líða:) og endilega styrkið björgunarsveitirnar og kaupið flugeldana af þeim=)

22. desember 2007

Jólin eru að koma...eftir 2 daga!!!

Hér er skemmtiatriðið sem við starfsfólk Þebu gerðum fyrir Jólaballið:D

17. desember 2007

Afmælisbarn dagsins!


Afmælisbarn dagsins í dag er engin önnur en hún Erna frænka:) Hún er 22 ára í dag!
Ég ætla að tileinka Ernu þetta lag:

Ode To a Pubic Hair
I found you in my bed!
How'd you wind up there?
You are a mystery,
Little black curly hair!
Little black curly hair!
Little black, little black,
Little black, little black,
Little black curly hair!

8. desember 2007

Já sææll...

Heyrðu, ég hef tekið ákvörðun! Ég ætla að fá mér Vespu... svona Piaggio, mér er búið að langa frekar lengi í þannig vespu, en viti menn... þegar ég er að skoða fréttablaðið í morgun, rekst ég á þessa skemmtilegu frétt um að leikarinn Gunnar Hansson betur þekktur sem Frímann Gunnarsson og bróðir hans eru einmitt að fara að flytja inn þessar fallegu vespur sem mig hefur langað svo í... og get því loksins keypt á Íslandi=) + að það kostar lítið sem ekkert að reka þær... ætli þær eyði ekki um það bil einum líter á hundraði! =) Svo getur maður geymt þær inni í bílskúr á veturna því þær taka svo lítið pláss... þannig að vespan er ekkert mikið að fara að frjósa:)


Hér er linkur á þessa skemmtilegu frétt sem ég las í morgun: http://www.visir.is/article/20071208/LIFID01/112080197/-1/SKODANI04

Já, það er erfitt að vera ég....

Ætla að byrja á því að setja inn frekar gamla bloggfærslu hérna sem tengist því sem ég er að fara að blogga um: Ég ætla að byrja á því að segja ykkur það að á föstudaginn síðastliðinn var ég orðin svo fátæk og var að keyra heim til Magga, að reyna að klára síðustu bensíndropana sem ég átti eftir... nema það að einhverstaðar í Kópavoginum byrjar bíllinn að hiksta geðveikt og vera með einhverja stæla við mig, en þegar ég er komin neðst í breiðholtsbrekkuna... sko alveg neðst... verð ég ekki bensínlaus og svo er ég líka alveg fremst á ljósunum, en ég náði einhvernvegin að keyra bílnum upp á graseyjuna þar sem ljósið stendur og ín af því græna ljósið... ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, nema það að bíða bara... og horfði á ljósið fara frá grænu yfir í rautt og aftur yfir í grænt... aftur og aftur, en það sem ég var að bíða eftir var að Maggi ætlaði að hringja í mig ef ég yrði ekki komin eftir korter, svona til öryggis ef ég skyldi verða bensínlaus... og sem betur fer bað ég hann að hringja, því ég var ekki bara fátæk á bensínið mitt, heldur átti ég enga inneign og var ekki með neinn pening á mér, Maggi hringdi 10 mín eftir að ég varð bensínlaus, þá var ég búin að sitja inni í bíl og afbera það hvað fólk STARÐI á mig, alveg í hverjum einasta bíl... eins og það sé ekki í lagi að verða bensínlaus svona einu sinni.
Ég bíð eftir að Maggi komi með bensín á brúsa til að setja á bílinn, og eftir örstutta bið kemur bjargvætturinn með bensín á brúsa! nema það að það virkaði ekki að setja úr brúsanum á bílinn í gegnum eitthvað pappa rör, og ég veit alveg að það þarf að ýta langt inn til að það dælist á... það þarf ekki að segja mér það... en fyrst að það virkaði ekki og meira en hálfur bensínbrúsinn var kominn í götuna, fórum við heim til mín og náðum í brúsa sem pabbi á sem er með svona plast röri til að dæla á...við voða vongóð að það myndi virka frekar...en það gerðist ekkert... það fór ekki einu sinni úr brúsanum... og það þarf ekki að segja mér að ég hafi gert þetta vitlaust eða að ég þurfi að ýta nógu langt inn... Þá er bara einhver svona vörn á bílnum mínum þannig að það sé ekki hægt að stela bensíni af honum...þannig að það var ekki heldur hægt að dæla á hann úr brúsa! Hvað var til bragðs að taka...ég bakkaði þarna frá ljósinu og náði að beygja inn í götuna hægra megin...og náði að keyra bílnum á Esso stöð sem var þarna alveg við... þar keyptum við bara 1000 kall á bílinn og Maggi dældi úr brúsanum á sinn bíl... Það er alveg á hreinu að ég ætla ekki að verða aftur bensínlaus á bílnum ´mínum...þvílíkt vesen sem það er!

Það er ekki verandi að vera ég... ég sver það... ég held að ég sé stundum seinheppnasta manneskja sem til er
!
OK... ég var s.s að koma úr vinnunni áðan, ákvað að kíkja aðeins heim og ætlaði svo bara að keyra heim til hans Magga, nei svo þegar ég er að keyra út götuna mína finn ég að bíllinn er að verða e-ð low á bensíni... þannig að ég skutlaðist bara beint upp á bensínstöð, og ákvað að nota þennan 1000 kall sem ég átti í klink hólfinu mínu... Gleymun því ekki að í hvert sinn sem er frost úti þá frýs HELVÍTIS bíllinn minn alltaf... og hurðarnar líka... þannig að það er bannað að læsa honum í frosti!
OK ég tek í takkann sem opnar bensínlokið, en viti menn það opnast ekki... hvað er til ráða!!!! hmm.... ég ákveð að taka aftur í takkann og ath hvort að þetta væri alveg örugglega ekki að virka... þannig að mér dettur það "Snjallræði" í hug að taka bíllykilinn og nota hann til þess að ýta aðeins við lokinu og hvort að það opnist ekki við það... Hvað haldiði að gerist næst!!!!
ÉG fokking braut bíllykilinn minn!!! Og eins og staðan er núna, þá er bíllinn minn við bensíndæluna og ég þurfti að gjöra svo vel bara og labba heim í þessum skítakulda!

Ég get varla trúað að ég hafi lent í þessu... ég sem var rétt áðan að hrósa bílnum mínum hvað hann væri mikið æði á veturna!!!!
Ég held að ég leggi bílinn minn bara til hliðar aðeins og það er ekki séns að ég sé að fara að nota hann á næstunni!!!! =(


4. desember 2007

Prófdagar...

Nú er ég í miðjum prófum í FG, en ég er búin með þrjá áfanga, Ensku 603 og Náttúrufræði 123 sem voru báðir símatsáfangar og svo var ég með svo góða kennaraeinkunn í Spænsku að ég fékk að sleppa við lokaprófið... og ég fór í Stæ próf í gær og á þrjú próf eftir. Fer í Ísl503 og Við113 próf á mánudaginn eftir viku og svo er síðasta prófið mitt saga203 fimmtudaginn 13.des:) og þá er maður komin í jólafrí:)
Í gær keypti ég mér páfagauk, hún er ótrúlega sæt... samt er ég ekki alveg búin að ákveða nafn á hana. Var svona að spá í Glóey, GlingGló, Glódís, Bíbí...hahha ég veit ekki... þetta er svo erfitt!Ég held að þetta verði í fyrsta skipti þar sem að ég verð lítið að vinna um jólin, held að ég vinni 19. des og svo ekkert aftur fyrr en 7. jan:) Gott í þessu!!!
jæja, ætli það sé ekki best að maður fari að reyna að læra e-ð.. og kannski kaupa nokkrar jólagjafir =)

13. nóvember 2007

Afmælisbarn dagsins....



Ríkharður Björgvin A.K.A. Rikki eða Rikkó Tensó öllu heldur, á ofur- afmæli í dag, en hann er 22 ára frá og með deginum í dag=) Til hamingju með daginn!Þetta er mynd af Rikka, tekin fyrir 4 árum og 9 mánuðum ca.

23. október 2007

Afmælisbarn!!!!


Ég ætla að óska Fríðu Dís innilega til hamingju með 22 ára afmælið.
Eigðu góðann dag eða það sem er eftir af deginum;)

19. október 2007

Draumaveröld!

Í alla nótt er ég búin að vera í æðislegu ferðalagi, ég s.s. dreymdi í alla nótt að ég væri komin til Englands, og væri með gistingu á hóteli í London, svo snerist allur draumurinn um það að við ákváðum að vakna snemma einn daginn og taka heils dags trip til Broadstairs og rifja upp gamlar og góðar minningar, tókum bara lest til Broadstairs sem tekur bara um einn og 1/2 tíma, ég var á milljón að taka myndir af húsinu sem ég bjó í..nafninu á götunni sem ég bjó á sem heitir btw: Osbourne street :) Svo fórum við á High street og kíktum á kebab staðin okkar og kallinn sem er að vinna þar og kallaði alltaf RabbabaraRúna þegar við löbbuðum framhjá:) Svo auðvitað kíktum við á ströndina og hittum þar gamla góða kunningja frá Broadstairs eða allavega frá Kent. Svo þegar ég vaknaði vorum við á leiðinni á Activities völlinn okkar... en ég vaknaði við það að ég var svo stífluð í nefinu og átti erfitt með að anda! :) Svo er ég farin að hugsa hvort ég ætti ekki að senda fólkinu sem ég bjó hjá jólakort... Mr. and Mrs. Brown , þau voru reyndar alveg vel gömul þegar ég var úti, þannig að maður veit ekki hvort þau séu á lífi eða ekki... þau voru samt algjörar dúllur... alltaf þegar þau buðu mér góða nótt komu þau og sögðu: ,, Good night, and sleep tight and don't let the bedbugs bite" :)
En OMG hvað mig langar núna að skreppa út og kíkja á broadstairs. Svo er það allt sem minnir mann svo á Broadstaris.... Tango appelsínið, Club súkkulaði kexið, Cherry Cola og Tizer... núna verð ég að fara að kaupa mér skanna til að skanna inn þessar myndir:)

16. október 2007

Kalda Frón!

ÉG veit aldrei hvernig maður á að byrja blogg... það er e-ð svo asnalegt að segja jæja... eða hæ... hehhe! Allavega þá er orðið drullukalt úti.. það var 10 stiga hiti hérna á sunnudaginn og einmitt þá fór ég að kaupa mér Vetrarúlpu í Útilíf fyrir gjafakort í smáralind sem ég fékk í afmælisgjöf um daginn, alveg ýkt kósý úlpa frá Didriksons 1913, rauð með loðkraga:) já svo bara strax á mánudaginn kólnaði og núna er bara tveggja stiga hiti úti, þannig að það má segja að ég hafi verið ansi tímaleg í að kaupa mér úlpu!
Fór í smá stelpuafmæli á laugardaginn til Fríðu, kíktum svo í bæinn... það var alveg fínt... það var líka ekki orðið svona kalt úti þá:) hehhe....
Svo er maður bara alltaf í skólanum eða að vinna. Á morgun erum við með stelpuklúbb í skólanum, Þebu s.s. og ég kíkti til Gumma vinar míns í Pizzunni og samdi við hann um að fá pizzadeig hjá honum, því við ætlum að leyfa þessum elskum að búa til kvöldmat. Og það er of mikið vesen að vera að búa til helling af pizzadeigi.
Ég var að skoða myndir af mér síðan ég var lítil.. og ég barasta verð að kaupa mér skanna til að getað sett þetta inn á tölvuna...
æjj ég ætlaði að segja e-ð annað líka.. ég man ekkert hvað það var... jæja..
Þangað til næst;)
Adios!

6. október 2007

The Origin of Species


Þróunarkenningin eða Adam og Eva ?
Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér sodlið, og er búin að spurja nokkra hvort þeir trúi frekar á.
Það getur auðvitað enginn sagt til um það hvað er sannleikurinn!
Ég trúi á þróunarkenninguna:)
Vísindablað hefur gefið út niðurstöður í könnun þar sem athugað er hvort fólk trúi á þróunarkenninguna, þar er Ísland efst á listanum, en um 80% íslendinga trúa á þróunarkenninguna, svo eru ekki nema 40% Bandaríkjamanna sem trúa á hana. Ég sá þessar heimildir allavega á vísindavefnum. Ég vilj sjá comment um hvort þið trúið á! :)

23. september 2007

sönnudagur...

Enn ein helgin að klárast!
Ég og Maggi vorum þvílíkt myndarleg í gær og bökuðum pizzu... pizzur bragðast alltaf best ef maður býr þær til sjálfur:) það er alveg komið á hreint!
Svo kíktum við í heimsókn til Fríðu um kveldið, vorum þar, ég,Maggi, Gaui, Fríða og Gústi... bara e-ð að tjilla, Fríða og Gústi tilkynntu okkur trúlofun sína í gær... ótrúlega krúttlegt, og ég pant vera brúðarmær;) heheh
Svo ætluðum við að fara í bæinn og dansa smá kl. hálf 4:) hehhe en þegar komið var út í bíl var ég svo þreytt að við ákváðum bara að fara heim og fá okkur afganga af pizzunni sem við bökuðum:) Very Nice!
Já ég fór líka í Kolaportið í gær, í fyrsta skipti í mjög langan tíma... og ég keypti mér gleraugu:) hehhe!

18. september 2007

Jæja landar!
Ég ætla bara að hafa smá innskot af því sem ég gerði um helgina:)
Á Friday var ég að vinna, það var 80's ball í Smáraskóla, alveg hreint út sagt frábært ball í alla staði!! og á laugardaginn kíkti ég til Gauja og gaf honum afmælisgjöf og horfðum aðeins á leikinn. Svo var stelpukvöld hjá henni Fríðu, fórum í singstar og svona og kíktum svo í bæinn, ég var bara á bíl en þraukaði samt alveg til 5 í bænum... það var mjög gaman.
Svo er bara fullt að gera hjá mér í skólanum, er að fara í stærðfræðipróf á morgun, náttúrufræðipróf á eftir, skila markaðsfræði verkefni á fimmtudaginn, og ég get líklega ekki skilað því vegna þess að bókin Sigur í samkeppni er uppseld á landinu Úff svo þarf ég og Olli að byrja að plana reunionið, okkur vantar helst einn til að vera með okkur í að undirbúa þetta:)
Læt fylgja mynd af mér á 80's ballinu;)
P.s. var að búa til myndasíðu...endilega kíkka;)
Posted by Picasa

28. ágúst 2007

Ný vinna!

yeah, skólinn byrjaður og allt að gerast:) Ég er byrjuð í nýrri vinnu, verð að vinna í gömlu félagsmiðstöðinni minni Þebu:) geggjað stuð!
Skólinn, ætla að reyna að klára 21 einingu þessa önnina, reyndar er ég bara með 15 í stundatöflunni og svo tek ég 2 áfanga í fjarnámi. Er í stæ 303, ens 603, ísl 503, nát 123 og spæ 103, svo er ég í sag 203 og við 113 í fjarnámi, en við er einmitt markaðsfræði. Ógeðslega spennó!:)
Fyrsti vinnudagurinn var í gær í Þebu, það var reyndar mjög lítil mæting, en við spiluðum Fimblufamb við þá sem að komu... þetta er alveg snilldar spil!
hef ekki meira að segja í bili...
Hittumst heil;)

19. maí 2007

Sjáumst eftir rúmlega viku;)


Jæja nú er ég að vinna á laugardagskveldi og vona að ég fái að fara snemma heim því ég er ekki alveg búin að pakka niður:) En svo fer ég bara um hádegið á morgun upp á flugvöll:) vííí....

Þannig að við sjáumst bara;)

17. maí 2007

Útlönd...

Nú er ég búin að fá einkunnirnar mínar úr prófunum! ég náði ekki hagfræðinni, en það var alveg vitað mál. En annars var ég mjög ánægð með einkunnirnar mínar:) ég fékk 8 í bókfærslu, 7 í viðskiptalögfræði, 7 í Sálfræði 303 og 6 í sögu:) og já svo auðvitað 10 í íþróttum;)En nú eru aðeins 2 dagar í að ég fari í sólina á Lanzarote, og ég er eiginlega að spá í að fara bara að pakka á eftir:) Ég læt nokkrar myndir fylgja með af hótelinu sem ég verð á;)


11. maí 2007

Er stríð í vændum? eða hvað?

Já eins og flestir vita, þá komst Ísland enn og aftur ekki inn í aðalkeppni Eurovision!!! En ef þetta á að halda áfram að vera svona með símakosningu í forkeppninni, þá mun Ísland sennilega aldrei ná að komast upp úr forkeppninni!!! Þessi austurlönd standa svo saman í þessu og ætla gjörsamlega að skipta sigrinum á milli sín hvert ár. Og einnig er það vel séð að meiri hluti þessarra "austurlanda" hafa ekkert með að gera í Eurovision, þar sem að þau nenna ekki að eyða meira en 5 mín í að semja lag liggur við, þessi Súru lög, ég hélt ég myndi andast úr hlátri og ógeði!!! Yeeaaahhhh Push the Button!!! Já ég held að það þyrfti að fá einhverja Eurovision fagmenn í það starf að vera bara dómarar í þessarri blessuðu forkeppni. Áfram dómarar!!!! En þar sem að Íslendingar eiga ekki leik þetta árið, hugsa ég að ég muni styðja Þjóðverja í ár, mér finnst lagið frá þeim vera æði:)

Jæja þessi blessuðu próf eru loksins að klárast hjá mér, þó ekki fyrr en á mánudaginn kemur, þá fer ég í Rekstrarhagfræði.

Og nú eru ekki nema 9 dagar í að ég fari í paradísina á Lanzarote, ó hvað ég hlakka til:)

En ég held að þetta sé gott í bili;)

9. maí 2007

Ný síða, nýtt blogg!

Hér ætla ég að reyna að vera duglegri við það að blogga og setja myndir inn ef það er hægt. En ég er í miðjum prófum núna, er búin með 3 af 6. Ég er búin að fara í próf í Bók 103, Sál 303 og Viðskiptalögfræði 143 og á eftir að fara í Þjóðhagfræðipróf, Rekstrarhagfræði og sögu próf. Klára ekki prófin fyrr en 14.maí.
Ætla að fara austur í Grímsnes um helgina með familíunni þar sem ég mun horfa á Eurovision þar og læra fyrir mitt síðasta próf:)
Svo þann 20.maí held ég ásamt Magga, mömmu hans og pabba, bróður og ömmu til Lanzarote í eina viku, er mjög spennt að komast úr þessum kulda og bara liggja í sólbaði í eina viku:)