Ætla að byrja á því að setja inn frekar gamla bloggfærslu hérna sem tengist því sem ég er að fara að blogga um: Ég ætla að byrja á því að segja ykkur það að á föstudaginn síðastliðinn var ég orðin svo fátæk og var að keyra heim til Magga, að reyna að klára síðustu bensíndropana sem ég átti eftir... nema það að einhverstaðar í Kópavoginum byrjar bíllinn að hiksta geðveikt og vera með einhverja stæla við mig, en þegar ég er komin neðst í breiðholtsbrekkuna... sko alveg neðst... verð ég ekki bensínlaus og svo er ég líka alveg fremst á ljósunum, en ég náði einhvernvegin að keyra bílnum upp á graseyjuna þar sem ljósið stendur og ín af því græna ljósið... ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, nema það að bíða bara... og horfði á ljósið fara frá grænu yfir í rautt og aftur yfir í grænt... aftur og aftur, en það sem ég var að bíða eftir var að Maggi ætlaði að hringja í mig ef ég yrði ekki komin eftir korter, svona til öryggis ef ég skyldi verða bensínlaus... og sem betur fer bað ég hann að hringja, því ég var ekki bara fátæk á bensínið mitt, heldur átti ég enga inneign og var ekki með neinn pening á mér, Maggi hringdi 10 mín eftir að ég varð bensínlaus, þá var ég búin að sitja inni í bíl og afbera það hvað fólk STARÐI á mig, alveg í hverjum einasta bíl... eins og það sé ekki í lagi að verða bensínlaus svona einu sinni.
Ég bíð eftir að Maggi komi með bensín á brúsa til að setja á bílinn, og eftir örstutta bið kemur bjargvætturinn með bensín á brúsa! nema það að það virkaði ekki að setja úr brúsanum á bílinn í gegnum eitthvað pappa rör, og ég veit alveg að það þarf að ýta langt inn til að það dælist á... það þarf ekki að segja mér það... en fyrst að það virkaði ekki og meira en hálfur bensínbrúsinn var kominn í götuna, fórum við heim til mín og náðum í brúsa sem pabbi á sem er með svona plast röri til að dæla á...við voða vongóð að það myndi virka frekar...en það gerðist ekkert... það fór ekki einu sinni úr brúsanum... og það þarf ekki að segja mér að ég hafi gert þetta vitlaust eða að ég þurfi að ýta nógu langt inn... Þá er bara einhver svona vörn á bílnum mínum þannig að það sé ekki hægt að stela bensíni af honum...þannig að það var ekki heldur hægt að dæla á hann úr brúsa! Hvað var til bragðs að taka...ég bakkaði þarna frá ljósinu og náði að beygja inn í götuna hægra megin...og náði að keyra bílnum á Esso stöð sem var þarna alveg við... þar keyptum við bara 1000 kall á bílinn og Maggi dældi úr brúsanum á sinn bíl... Það er alveg á hreinu að ég ætla ekki að verða aftur bensínlaus á bílnum ´mínum...þvílíkt vesen sem það er!
Það er ekki verandi að vera ég... ég sver það... ég held að ég sé stundum seinheppnasta manneskja sem til er!
OK... ég var s.s að koma úr vinnunni áðan, ákvað að kíkja aðeins heim og ætlaði svo bara að keyra heim til hans Magga, nei svo þegar ég er að keyra út götuna mína finn ég að bíllinn er að verða e-ð low á bensíni... þannig að ég skutlaðist bara beint upp á bensínstöð, og ákvað að nota þennan 1000 kall sem ég átti í klink hólfinu mínu... Gleymun því ekki að í hvert sinn sem er frost úti þá frýs HELVÍTIS bíllinn minn alltaf... og hurðarnar líka... þannig að það er bannað að læsa honum í frosti!
OK ég tek í takkann sem opnar bensínlokið, en viti menn það opnast ekki... hvað er til ráða!!!! hmm.... ég ákveð að taka aftur í takkann og ath hvort að þetta væri alveg örugglega ekki að virka... þannig að mér dettur það "Snjallræði" í hug að taka bíllykilinn og nota hann til þess að ýta aðeins við lokinu og hvort að það opnist ekki við það... Hvað haldiði að gerist næst!!!!
ÉG fokking braut bíllykilinn minn!!! Og eins og staðan er núna, þá er bíllinn minn við bensíndæluna og ég þurfti að gjöra svo vel bara og labba heim í þessum skítakulda!
Ég get varla trúað að ég hafi lent í þessu... ég sem var rétt áðan að hrósa bílnum mínum hvað hann væri mikið æði á veturna!!!!
Ég held að ég leggi bílinn minn bara til hliðar aðeins og það er ekki séns að ég sé að fara að nota hann á næstunni!!!! =(
8. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

3 ummæli:
Love & hug, feel ur pain, b a thug ;D Suuuub Shawty ;D
Ohhhh hvað það er gott að fara inní hlýja lest og strætó á morgnanna :D
Mínar samúðaróskir elskan! Hata frosna bíla og alveg ömurlegt að lykillinn hafi bara brotnað!...Hvar er bíllinn samt staddur núna eiginlega?
Knus Eva
ég fór og náði í hann í morgun... sem betur fer er til varalykill af bílnum mínum:)
Skrifa ummæli