16. október 2007

Kalda Frón!

ÉG veit aldrei hvernig maður á að byrja blogg... það er e-ð svo asnalegt að segja jæja... eða hæ... hehhe! Allavega þá er orðið drullukalt úti.. það var 10 stiga hiti hérna á sunnudaginn og einmitt þá fór ég að kaupa mér Vetrarúlpu í Útilíf fyrir gjafakort í smáralind sem ég fékk í afmælisgjöf um daginn, alveg ýkt kósý úlpa frá Didriksons 1913, rauð með loðkraga:) já svo bara strax á mánudaginn kólnaði og núna er bara tveggja stiga hiti úti, þannig að það má segja að ég hafi verið ansi tímaleg í að kaupa mér úlpu!
Fór í smá stelpuafmæli á laugardaginn til Fríðu, kíktum svo í bæinn... það var alveg fínt... það var líka ekki orðið svona kalt úti þá:) hehhe....
Svo er maður bara alltaf í skólanum eða að vinna. Á morgun erum við með stelpuklúbb í skólanum, Þebu s.s. og ég kíkti til Gumma vinar míns í Pizzunni og samdi við hann um að fá pizzadeig hjá honum, því við ætlum að leyfa þessum elskum að búa til kvöldmat. Og það er of mikið vesen að vera að búa til helling af pizzadeigi.
Ég var að skoða myndir af mér síðan ég var lítil.. og ég barasta verð að kaupa mér skanna til að getað sett þetta inn á tölvuna...
æjj ég ætlaði að segja e-ð annað líka.. ég man ekkert hvað það var... jæja..
Þangað til næst;)
Adios!

2 ummæli:

Ekkatín sagði...

Brúnka brúnka...líst vel á þig bara! Soldið fyndin þarna veðurgellan í DK, hún er stundum rétt en stundum alveg way off..rigning og þrumur? Fékk hérna 17 stiga hita í fyrradag og sól :D
Það verður svo gaman að sjá gamlar myndir eða nýjar myndir eða hvaða myndir sem er! Alltaf gaman að skoða myndir :D

Knus knus :*

Lilja Dröfn sagði...

Já það var hægt að velja um 3 kaupmannahafnagellur í weather pixie... og ég valdi bara einhverja...skildi ekkert sem stóð því þetta var á dönsku:D hehhe jájá ég reyni að vera dugleg við að hlaða inn myndum;)