23. október 2007

Afmælisbarn!!!!


Ég ætla að óska Fríðu Dís innilega til hamingju með 22 ára afmælið.
Eigðu góðann dag eða það sem er eftir af deginum;)

19. október 2007

Draumaveröld!

Í alla nótt er ég búin að vera í æðislegu ferðalagi, ég s.s. dreymdi í alla nótt að ég væri komin til Englands, og væri með gistingu á hóteli í London, svo snerist allur draumurinn um það að við ákváðum að vakna snemma einn daginn og taka heils dags trip til Broadstairs og rifja upp gamlar og góðar minningar, tókum bara lest til Broadstairs sem tekur bara um einn og 1/2 tíma, ég var á milljón að taka myndir af húsinu sem ég bjó í..nafninu á götunni sem ég bjó á sem heitir btw: Osbourne street :) Svo fórum við á High street og kíktum á kebab staðin okkar og kallinn sem er að vinna þar og kallaði alltaf RabbabaraRúna þegar við löbbuðum framhjá:) Svo auðvitað kíktum við á ströndina og hittum þar gamla góða kunningja frá Broadstairs eða allavega frá Kent. Svo þegar ég vaknaði vorum við á leiðinni á Activities völlinn okkar... en ég vaknaði við það að ég var svo stífluð í nefinu og átti erfitt með að anda! :) Svo er ég farin að hugsa hvort ég ætti ekki að senda fólkinu sem ég bjó hjá jólakort... Mr. and Mrs. Brown , þau voru reyndar alveg vel gömul þegar ég var úti, þannig að maður veit ekki hvort þau séu á lífi eða ekki... þau voru samt algjörar dúllur... alltaf þegar þau buðu mér góða nótt komu þau og sögðu: ,, Good night, and sleep tight and don't let the bedbugs bite" :)
En OMG hvað mig langar núna að skreppa út og kíkja á broadstairs. Svo er það allt sem minnir mann svo á Broadstaris.... Tango appelsínið, Club súkkulaði kexið, Cherry Cola og Tizer... núna verð ég að fara að kaupa mér skanna til að skanna inn þessar myndir:)

16. október 2007

Kalda Frón!

ÉG veit aldrei hvernig maður á að byrja blogg... það er e-ð svo asnalegt að segja jæja... eða hæ... hehhe! Allavega þá er orðið drullukalt úti.. það var 10 stiga hiti hérna á sunnudaginn og einmitt þá fór ég að kaupa mér Vetrarúlpu í Útilíf fyrir gjafakort í smáralind sem ég fékk í afmælisgjöf um daginn, alveg ýkt kósý úlpa frá Didriksons 1913, rauð með loðkraga:) já svo bara strax á mánudaginn kólnaði og núna er bara tveggja stiga hiti úti, þannig að það má segja að ég hafi verið ansi tímaleg í að kaupa mér úlpu!
Fór í smá stelpuafmæli á laugardaginn til Fríðu, kíktum svo í bæinn... það var alveg fínt... það var líka ekki orðið svona kalt úti þá:) hehhe....
Svo er maður bara alltaf í skólanum eða að vinna. Á morgun erum við með stelpuklúbb í skólanum, Þebu s.s. og ég kíkti til Gumma vinar míns í Pizzunni og samdi við hann um að fá pizzadeig hjá honum, því við ætlum að leyfa þessum elskum að búa til kvöldmat. Og það er of mikið vesen að vera að búa til helling af pizzadeigi.
Ég var að skoða myndir af mér síðan ég var lítil.. og ég barasta verð að kaupa mér skanna til að getað sett þetta inn á tölvuna...
æjj ég ætlaði að segja e-ð annað líka.. ég man ekkert hvað það var... jæja..
Þangað til næst;)
Adios!

6. október 2007

The Origin of Species


Þróunarkenningin eða Adam og Eva ?
Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér sodlið, og er búin að spurja nokkra hvort þeir trúi frekar á.
Það getur auðvitað enginn sagt til um það hvað er sannleikurinn!
Ég trúi á þróunarkenninguna:)
Vísindablað hefur gefið út niðurstöður í könnun þar sem athugað er hvort fólk trúi á þróunarkenninguna, þar er Ísland efst á listanum, en um 80% íslendinga trúa á þróunarkenninguna, svo eru ekki nema 40% Bandaríkjamanna sem trúa á hana. Ég sá þessar heimildir allavega á vísindavefnum. Ég vilj sjá comment um hvort þið trúið á! :)