
Takk fyir árið sem er að líða:) og endilega styrkið björgunarsveitirnar og kaupið flugeldana af þeim=)

Heyrðu, ég hef tekið ákvörðun! Ég ætla að fá mér Vespu... svona Piaggio, mér er búið að langa frekar lengi í þannig vespu, en viti menn... þegar ég er að skoða fréttablaðið í morgun, rekst ég á þessa skemmtilegu frétt um að leikarinn Gunnar Hansson betur þekktur sem Frímann Gunnarsson og bróðir hans eru einmitt að fara að flytja inn þessar fallegu vespur sem mig hefur langað svo í... og get því loksins keypt á Íslandi=) + að það kostar lítið sem ekkert að reka þær... ætli þær eyði ekki um það bil einum líter á hundraði! =) Svo getur maður geymt þær inni í bílskúr á veturna því þær taka svo lítið pláss... þannig að vespan er ekkert mikið að fara að frjósa:)
Hér er linkur á þessa skemmtilegu frétt sem ég las í morgun: http://www.visir.is/article/20071208/LIFID01/112080197/-1/SKODANI04