9. maí 2007

Ný síða, nýtt blogg!

Hér ætla ég að reyna að vera duglegri við það að blogga og setja myndir inn ef það er hægt. En ég er í miðjum prófum núna, er búin með 3 af 6. Ég er búin að fara í próf í Bók 103, Sál 303 og Viðskiptalögfræði 143 og á eftir að fara í Þjóðhagfræðipróf, Rekstrarhagfræði og sögu próf. Klára ekki prófin fyrr en 14.maí.
Ætla að fara austur í Grímsnes um helgina með familíunni þar sem ég mun horfa á Eurovision þar og læra fyrir mitt síðasta próf:)
Svo þann 20.maí held ég ásamt Magga, mömmu hans og pabba, bróður og ömmu til Lanzarote í eina viku, er mjög spennt að komast úr þessum kulda og bara liggja í sólbaði í eina viku:)

1 ummæli:

Ekkatín sagði...

Hejdo, flott síða ;) vera bara rosalega dugleg við að skrifa núna. Og komdu þér í heimsókn til mín um helgina ! verðum hressar í pottinum :D KV Evan