11. maí 2007

Er stríð í vændum? eða hvað?

Já eins og flestir vita, þá komst Ísland enn og aftur ekki inn í aðalkeppni Eurovision!!! En ef þetta á að halda áfram að vera svona með símakosningu í forkeppninni, þá mun Ísland sennilega aldrei ná að komast upp úr forkeppninni!!! Þessi austurlönd standa svo saman í þessu og ætla gjörsamlega að skipta sigrinum á milli sín hvert ár. Og einnig er það vel séð að meiri hluti þessarra "austurlanda" hafa ekkert með að gera í Eurovision, þar sem að þau nenna ekki að eyða meira en 5 mín í að semja lag liggur við, þessi Súru lög, ég hélt ég myndi andast úr hlátri og ógeði!!! Yeeaaahhhh Push the Button!!! Já ég held að það þyrfti að fá einhverja Eurovision fagmenn í það starf að vera bara dómarar í þessarri blessuðu forkeppni. Áfram dómarar!!!! En þar sem að Íslendingar eiga ekki leik þetta árið, hugsa ég að ég muni styðja Þjóðverja í ár, mér finnst lagið frá þeim vera æði:)

Jæja þessi blessuðu próf eru loksins að klárast hjá mér, þó ekki fyrr en á mánudaginn kemur, þá fer ég í Rekstrarhagfræði.

Og nú eru ekki nema 9 dagar í að ég fari í paradísina á Lanzarote, ó hvað ég hlakka til:)

En ég held að þetta sé gott í bili;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er svooo sammála þér!!!
Til hamingju með nýju síðuna, eins gott að þú verðir dugleg að skrifa eitthvað :) Og ég vil fá tengil yfir á síðuna okkar!

Ekkatín sagði...

Já alveg hundleiðinleg lög í þessu og fatnaðurinn fer versnandi ár frá ári. Vona að þetta batni eitthvað á næsta ári og að Ísland komi þá allavega líka með eitthvað almennilegt lag í þessa keppni og komist áfram.

Nafnlaus sagði...

ú skvísí pæ til hamingju með nýju síðuna þína!!:) Gad hvað ég hlakka til á morgun þegar ég verð búin í prófinu klukkan 16:30!!!!

djamm um helgina????