13. janúar 2009
Sumir elska fagra konu, aðrir elska kjötsúpu
Gleðilegt árið!
Skólinn byrjaður enn og aftur. Ég er í Reading for pleasure áfanga í ensku og þarf að lesa fimm bækur, og er byrjuð á þeirri fyrstu sem kallast Mister Pip og er eftir Lloyd Jones. Það verður nóg að gera í skólanum þessa önnina.
Ég og Helga Kristín erum að spá í að skella okkur á Herþjálfunarnámskeið hjá Heilsuakademíunni, en það kostar núna alveg 5000 kr. meira en þegar ég fór í sumar. Ótrúlegta skemmtilegt námskeið, æfing kl.6 á morgnanna þrisvar í viku!
Ég og Björg fórum á föstudaginn sl. á Janis Joplin sjóvið, ótrúlega flott og skemmtum við okkur konunlega =)
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
