27. janúar 2008

Tvenndarleikar ÍTK

Í gær laugardaginn 26.jan fór ég á mína fyrstu "árshátíð" ÍTK, en er hún kölluð tvenndarleikar þar sem að hver félagsmiðsöð er saman í liði og keppir í tveimur greinum sem eru kjánakeila, þar sem reglurnar hljóma svo: í fyrsta má maður bara kasta venjulega, svo þarf maður að kasta örvhent, í gegnum klofið á sér, með þvottapoka á báðum höndum og teipað, þar sem að það er teipað hringinn utan um mann yfir olnbogana..frekar bæklað að kasta kúlunni þannig.
Svo er ákveðið þema í hvert skipti og þetta árið voru það Evrópulöndin þar sem að hver og ein félagsmiðstöð fékk úthlutað einu Evrópulandi.
Og er keppt í búningum og söng. Mín félagsmiðstöð fékk Frakkland og tókum við lag á frönsku, vorum í röndóttum bolum með axlabönd og svo svona sixpencara, og við unnum kynþokkann þetta kvöld. 
En ég tók alveg þó nokkrar myndir í gær, ætla bara að fá Magga til að laga tölvuna mína.... windows hrundi í henni:( En þegar það er komið í lag get ég sett myndirnar inn:)
Skemmti mér alveg þvílíkt vel, þetta var alveg frábært kvöld í alla staði=)

22. janúar 2008

American Idol???

Það ættu kannski að fara að vera áheyrnaprufur fyrir áheyrnaprufurnar!!!!


Já þetta er myndband sem ég vona að kæti alla:)

15. janúar 2008

2008...

Nú er skólinn aftur hafinn hjá allflestum... og ég og Maggi og nokkrir félagar erum að panta okkur ferð til Tyrklands (Marmaris) í júní í tvær vikur... á flott **** stjörnu hótel:)
Ég er líka að kaupa mér bíl.. Skoda Fabiu 2001 árg. :) snillar bíll!
Svo var ég svo sniðug á sunnudaginn að ég ákvað að skella mér og kaupa annan páfagauk.. mér fannst Ljúfa alltaf svo einmanna að vera ein.. en ég er komin með nafn á þann nýja.. sem er Oliver voða krúttlegt.. en ég á eftir að fá það samþykkt samt:) hehe...
læt fylgja hér myndir af litlu dýrunum!

Ljúfa
Ljúfa & Oliver Oliver