23. september 2007

sönnudagur...

Enn ein helgin að klárast!
Ég og Maggi vorum þvílíkt myndarleg í gær og bökuðum pizzu... pizzur bragðast alltaf best ef maður býr þær til sjálfur:) það er alveg komið á hreint!
Svo kíktum við í heimsókn til Fríðu um kveldið, vorum þar, ég,Maggi, Gaui, Fríða og Gústi... bara e-ð að tjilla, Fríða og Gústi tilkynntu okkur trúlofun sína í gær... ótrúlega krúttlegt, og ég pant vera brúðarmær;) heheh
Svo ætluðum við að fara í bæinn og dansa smá kl. hálf 4:) hehhe en þegar komið var út í bíl var ég svo þreytt að við ákváðum bara að fara heim og fá okkur afganga af pizzunni sem við bökuðum:) Very Nice!
Já ég fór líka í Kolaportið í gær, í fyrsta skipti í mjög langan tíma... og ég keypti mér gleraugu:) hehhe!

18. september 2007

Jæja landar!
Ég ætla bara að hafa smá innskot af því sem ég gerði um helgina:)
Á Friday var ég að vinna, það var 80's ball í Smáraskóla, alveg hreint út sagt frábært ball í alla staði!! og á laugardaginn kíkti ég til Gauja og gaf honum afmælisgjöf og horfðum aðeins á leikinn. Svo var stelpukvöld hjá henni Fríðu, fórum í singstar og svona og kíktum svo í bæinn, ég var bara á bíl en þraukaði samt alveg til 5 í bænum... það var mjög gaman.
Svo er bara fullt að gera hjá mér í skólanum, er að fara í stærðfræðipróf á morgun, náttúrufræðipróf á eftir, skila markaðsfræði verkefni á fimmtudaginn, og ég get líklega ekki skilað því vegna þess að bókin Sigur í samkeppni er uppseld á landinu Úff svo þarf ég og Olli að byrja að plana reunionið, okkur vantar helst einn til að vera með okkur í að undirbúa þetta:)
Læt fylgja mynd af mér á 80's ballinu;)
P.s. var að búa til myndasíðu...endilega kíkka;)
Posted by Picasa